Nemendafélag FSH

8.3.2011

UPP ER RUNNINN MOTTUMARS

Af því tilefni efnir stjórn NEF til mottukeppni. Föstudagurinn 25. mars verður mottudagur í FSH.

Menn hafa þrjár vikur til að safna. Allir eru hvattir til að mæta með mottu hvort sem er alvöru eða heimagerða.

Veitt verða verðlaun fyrir flottustu alvöru mottuna og flottustu gervimottuna.

„Árlega greinast á Íslandi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Árlega deyja að meðaltali um 250. Þetta eru synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif, því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum.“