Nemendafélag FSH

16.3.2011

Skólinn undirbýr sig undir heilsueflingu

Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöðu heimsótti skólann í dag. Heimsóknin er liður í undirbúningi skólans undir þátttöku í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Héðinn fundaði m.a. með nemendum skólans, starfsfólki, stjórn foreldraráðs og stjórn nemendafélagsins og gerði grein fyrir helstu verkefnum framundan. Á næsta skólaári verður lögð áhersla á holla og góða næringu.  Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Lýðsheilsustöðvar.