Nemendafélag FSH

1.3.2011

Mannúð og mannréttindi

Samhliða Dillidögum eru þemadagar í skólanum í þessari viku. Nemendur skólans vinna í hópum að því að skoða lífskjör og erfiða lífsbaráttu fólks í fjarlægum löndum. Af þessu tilefni sækja nokkrir gestir skólann heim og segja frá reynslu sinni af hjálparstörfum.  Á þriðjudaginn mun Kristjón Þorkelsson sendifulltrúi Rauða krossins segja frá störfum sínum.  Á miðvikudaginn mun Andri Valur Ívarsson segja frá reynslu sinni af því að starfa sem sjálfboðaliði á sjúkrabíl í Gvatemala.  Á fimmtudaginn mun svo Ingólfur Pálsson segja frá reynslu sinni af lífinu og fólkinu í Suður-Súdan, þar sem hann starfaði sem birgðastjóri.   Það er ánægjulegt að segja frá því að þeir Ingólfur og Andri Valur eru fyrrum nemendur skólans.  Öll erindin hefjast kl. 09.00 á sal skólans og eru allir velkomnir.