Nemendafélag FSH

30.3.2011

Kompás námskeið

Kompás er handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Í gær var slíkt námskeið í boði fyrir nemendur í lífsleikni en aðrir nemendur voru einnig velkomnir. Námskeiðið var í boði UMFÍ og er markmið þess að efla borgaravitund og hugsun nemenda um hugmyndir að lýðræði. Nemendur fóru í margs konar leiki sem náðu til þátta eins og réttinda, mismununar tengsla, lýðræðis og borgaravitundar. Umræður fóru síðan fram um hvert verkefni fyrir sig. Nemendur voru mjög virkir og lágu ekki á sínum skoðunum og spunnust mjög góðar umræður út frá verkefnunum.

Hér má sjá myndir frá námskeiðinu.