Nemendafélag FSH

23.3.2011

Hafþór Mar valinn í U17 landslið Íslands í knattspyrnu

Nemandi skólans og leikmaður Völsungs, Hafþór Mar Aðalgeirsson, hefur verið valinn til að leika fyrir Íslands hönd með U17 landsliðinu í knattspyrnu. Keppt verðu í milliriðli Evrópumóts U17 landsliða í Ungverjalandi 22.-30. mars. Við óskum Hafþóri og U17 ára landsliðinu góðs árangurs á mótinu.