Nemendafélag FSH

30.3.2011

Einelti – fyrirgefning og vinátta

Bergþóra Guðnadóttir nemi í hjúkrunarfræði heimsótti lífsleikninema í gær og spjallaði við þá um afleiðingar eineltis, en einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf fórnarlambsins. Afleiðingar eineltis voru ræddar og þunglyndi sem oft hrjáir þolendur eineltis. Bergþóra fór líka yfir mikilvægi fyrirgefningarinnar. Og svo var vináttan rædd og við minnt á að það kostar okkur ekkert að vera góð hvert við annað. Heimsóknin var liður í námi Bergþóru og vorum við svo heppin að njóta góðs af því.

Hér má sjá myndir frá heimsókn Bergþóru.