Nemendafélag FSH

30.3.2011

Bændur fljúgast á

Í gær, þriðjudaginn 29. mars, fengum við skemmtilega heimsókn í skólann. Þar voru á ferð Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA með sýninguna Bændur fljúgast á. Þessir ungu listamenn settu sýningu saman í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt í haust. Sýningin byggir á Íslendingasögunum og er í léttum dúr þar sem sögurnar eru skoðaðar frá óvæntum og skemmtilegum sjónarhornum. Hér er hægt að sjá myndir frá sýningunnil.