Nemendafélag FSH

7.2.2011

Starfsfólk FSH þátttakendur í Lífshlaupinu

Íþróttafrömuðurinn Ingólfur Freysson hefur nú skráð FSH í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins. Til að standa sig vel í þessari keppni þarf starfsfólk skólans að hreyfa sig í 30 mínútur, hið minnsta, á degi hverjum og skrá hreyfinguna inn á heimasíðu lífshlaupsins.

   Þrátt fyrir fremur rólega byrjun er ekki vafi á því að starfsfólk skólans á eftir að taka vel við sér og standa sig með miklum sóma.

   Það er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem annast Lífshlaupið og heldur utan um alla framkvæmd, kynningu og vef. Á vefslóðinni lifshlaupid.is má sjá stöðuna í keppninni og nú sem stendur er FSH vel fyrir ofan miðjan hóp í sínum flokki. Svo er bara að taka hóflega á því!