Nemendafélag FSH

25.2.2011

Dillidagar (1)

Nú styttist óðfluga í dillidaga og eru bæklingarnir komnir á ganginn eins og venjulega. Hérna er styttri útgáfa 

Dagskrá Dillidaga NEF 2011 í styttri útgáfunni:

Mánudagur: Þemað er náttföt

Morgun – Sameiginlegur morgunmatur klukkan 9:00, kynning á Dillicupkeppendum í frímó.

Eftir hádegi – Hallarsprell klukkan 13:30 – 16:00 með Áslaugu Guðmunds og stjórn NEF.

Kvöld – Græjikvöld í skólanum fyrir konur og kalla, það heitasta í hári og förðun og hvernig á nú að græja sig fyrir árshátíðina.

Þriðjudagur: Þemað er suðrænt

Morgun – Limbó í frímínútunum.

Eftir hádegi – Smiðjur sem menn hafa skráð sig í frá 13:30 – 16:00 á hinum ýmsu stöðum.

Kvöld – Skemmtikvöld í sal Borgarhólsskóla klukkan 20:00 – Ari Eldjárn, keppnislagið okkar o.fl.

Miðvikudagur: Þemað er húfur og hattar

Morgun –  Dillicupkeppendur spreyta sig í pokahlaupi í frímó og aðrir sem hafa áhuga á því.

Eftir hádegi – Smiðjur sem menn hafa skráð sig í frá 13:30 – 16:00 á hinum ýmsu stöðum.

Kvöld – Dillisvar í sal FSH klukkan 20:00 þar sem allir geta verið með.

Fimmtudagur: Þemað er Ljót föt

Morgun – Uppistand dillicupkeppenda í frímó.

Í hádegi – Pítsuhlaðborð á Sölku frá 12 – 13:30

Eftir hádegi – Dillicup í Höllinni klukkan 13:30

Kvöld – Kynblöndun í Túni, kósýkvöld fyrir stelpur og stráka, bíó, spil og fleira skemmtilegt.

Föstudagur : Þemað er spariföt í tilefni dagsins

Morgun – Samhristingur rétt fyrir hádegi.

Kvöld – ÁRSHÁTÍÐ NEF á Fosshótel Húsavík, húsið opnar 18:30 og borðhald hefst 19:30

bæklinginn er hægt að skoða í heild sinni hér.