Nemendafélag FSH

16.2.2011

10. bekkur Borgarhólsskóla í heimsókn (2)

Miðvikudaginn 9. febrúar heimsóttu 10. bekkingar úr Borgarhólsskóla skólann. Krakkarnir fengu kynningu á náminu og félagslífinu í skólanum og kíktu auk þess í kennslustundir. Að lokum var öllum boðið uppá súkkulaðiköku og svala. Þetta var afar ánægjuleg heimsókn og vonandi sjáum við sem flesta aftur í skólanum í haust.  Hér má sjá myndir frá heimsókninni.