Nemendafélag FSH

14.1.2011

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mætir FSH í Gettu betur

Dregið var í fyrstu umferð Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskólanna á rás tvö í gær. Lið FSH dróst þar gegn liði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þetta var reyndar í annað sinn sem dregið var þar sem formgallar reyndust á framkvæmdinni í fyrra sinnið. Þá höfðu þessir sömu skólar einnig dregist saman svo óhætt er að segja að forlögin hafi ætlað þeim að mætast þetta árið.

Keppnin fer fram á rás tvö miðvikudaginn 2. febrúar, kl. 19:30.