Nemendafélag FSH

30.9.2010

Valáfangar á næstu önn kynntir í flýtileið á vef FSH

Allir valáfangar sem í boði eru á vorönn 2011 eru nú kynntir í flýtileið á heimasíðu FSH. Um er að ræða tólf áfanga af ýmsu tagi og eru nemendur eindregið hvattir til að kynna sér úrvalið.

Vakin er sérstök athygli á því að vali á valáföngum verður að vera lokið 8. október. Þá eru felldir úr þeir áfangar sem minnst aðsókn er í og nemendum sem hafa valið þá gefinn kostur á að velja á nýjan leik. 

Eftirtaldir áfangar eru í boði:

Fél 173   Afbrot í sögulegu og félagslegu ljósi

Sál 173   Sálfræði og kvikmyndir

Rit 173   Ritun

Fra 103   Franska

Ens 483   Vísindaenska

Íþf 102   Íþróttafræði - þjálfun barna og unglinga

Sky 101   Skyndihjálp

Bók 103   Bókfærsla

Lei 173   Leiklist

Lei 273   Leiklist

Fru 293   Frumkvöðlafræði

Loh 293   Listir og hönnun

Loh 173   "Það er leikur að læra"