16.9.2010

Uppistand

Grínistarnir í Mið-Íslandi voru með uppistand fyrir nemendur FSH í hádeginu í gær í sal skólans.
Þeir sem komu fram voru Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA (barnabarn Nóbelskáldsins)og Jóhann Alfreð. Ekkert er þeim heilagt og meðal þess sem fjallað var um í uppistandinu voru fjölmiðlar, listalíf,kexruglað kynlíf, Bubbi Morthens, íþróttir, uppeldismál, facebook og að ógleymdum útrásarvíkingum og efnahagsmálum. Saman við þetta allt blandast svo hin persónulega reynsla og lífssýn hinna ungu sveina. Þeir fóru algjörlega á kostum og nemendur og starfsfólk skólans skemmtu sér konunglega.