Nemendafélag FSH

1.9.2010

Skemmtiferð nemenda FSH

Mánudaginn 30. ágúst héldu nemendur skólans í hina árlegu skemmtiferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið til Akureyrar þar sem farið var í krullu í Skautahöllinni, grillað í Kjarnaskógi og endað í keilu í Keilunni. Mjög góð þátttaka var í ferðinni og skemmtu nemendur sér vel.