23.9.2010
Náms- og æfingaferð afrekshóps FSH í samstarfi við Völsung
Stór og myndarlegur hópur 25 nemenda á afrekssviði Framhaldsskólans á Húsavík fóru góða ferð til Reykjavíkur helgina 17.-19. sept. Ferðin var liður í undirbúningi fyrir æfingar afrekshópsins á þessari önn. Knattspyrnufélagið Valur bauð hópnum að dvelja hjá sér við æfingar og jafnframt að fá ýmis konar fræðslu en þeir hafa mjög gott skipulag í öllu sínu starfi og þjálfun.
Æfingar hófust á föstudaginn kl. 15 og stóðu fram eftir kvöldi. Inn á milli æfinga fengu nemendur svo fræðslu um þjálfun. Á laugardag hélt dagskráin áfram frá kl. 10 og fram eftir degi. Á sunnudeginum hófst svo dagskráin með skemmtilegum fyrirlestrum m.a. frá þjálfurunum Frey Alexanderssyni og Gunnlaugi Jónssyni. Sömuleiðis fór sjúkraþjálfari yfir mikilvægar forvarnaræfingar fyrir meiðsli. Ágætur fyrirlestur var síðan frá Viðari Halldórssyni íþróttafélagsfræðingi.
Hér er dagskrá hópsins þessa daga.
Föstudagur 17 sept.
15:00-16:00 Hópur A (strákar) > Styrktarþjálfun Kjartan Orri
15:00-16:00 Hópur B (stelpur) > Séræfing út á velli Donni
16:00-17:00 Hópur B (stelpur) > Styrktarþjálfun Kjartan Orri
16:00-17:00 Hópur A (strákar) > Séræfing út á velli Donni
Matarhlé
17:30-18:30 Æfing mfl. karla (daginn eftir leik - fremur létt)
17:30-18:30 Æfing mfl. kvenna (létt klukkutíma æfing 2 dögum fyrir leik)
18:30-19:00 Baldur Ingimar Aðalsteinsson Völsungur ræðir við hópinn
19:00-19:30 Óskar Bjarni yfirþjálfari Vals spjallar við hópinn
Kvöldverður
Laugardagur 18 sept.
10:00-11:00 Séræfing (stúlkur) Freyr Alexanders þjálfari Mlf. Vals
10:30-12:30 Æfing (síðasta fyrir leik) Mfl. kk
11:30-12:30 Æfing (síðasta fyrir leik) Mfl. kvk.
11:30-12:40 Séræfing (strákar) GJ+KOS - endar á leik U-19 Valur-Völsungur (6:6)
13:00-14:00 Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur
Frjáls tími
Kvöldverður
Bíóferð
Sunnudagur 19. sept
10:30-11:00 Freyr Alexandersson þjálfari mfl. kv ræðir við hópinn
11:00-11:30 Friðrik E. Jónsson sjúkarþjálfari ræðir við hópinn.
11:30-12:00 Gunnlaugur Jónsson þjálfari mfl. karla ræðir við hópinn.
12:30 Man Utd-Liverpool (Stöð 2 sport 2)
13:00-15:00 Mfl kvenna : Valur-Grindavík Bikarafhending í leikslok.
17:00-19:00 Mfl karla: Valur - Fram Pepsí-deildin 21. umferð.
Heimferð hefst kl.19:00
Ferðin gekk mjög vel og mótttökur Vals voru til sérstakrar fyrirmyndar. Allar æfingar og fyrirlestar voru afar fróðlegir og vel skipulagðir. Nemendur stóðu sig mjög vel og tóku virkilega á. Fararstjórar og þjálfarar í þessar ferð voru Ingólfur Freysson frá FSH, Jóhann Gunnarsson frá Völsungi og Guðrún Kristinsdóttir frá foreldrum.