Nemendafélag FSH

15.9.2010

Hafþór Mar í U-17 ára landsliðshópnum

Hafþór Mar Aðalgeirsson, nýnemi hér í FSH, hefur verið valinn til að leika með undir 17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í riðlakeppni EM nú síðar í mánuðinum. Hafþór hefur undanfarið leikið með meistaraflokki Völsungs við góðan orðstír og var einnig í U17 hópnum sem lék á Norðurlandamótinu í sumar.

Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem nemandi í FSH (og leikmaður Völsungs) leikur með U-17 ára landsliðinu. Í fyrra var það einnig nýnemi, Arnþór Hermannsson, sem var valinn. Er full ástæða til að vera stolt af framgangi þessara ungu nemenda á íþróttasviðinu.

Við óskum Hafþóri til hamingju með útnefninguna og hvetjum að sjálfsögðu hann og liðið allt til dáða á mótinu. Áfram Ísland!