Nemendafélag FSH

8.9.2010

Göngum, göngum!

Starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík þekkir vel mikilvægi góðs fordæmis þegar kemur að hollum lífsháttum. Um nokkurt skeið hefur því staðið til boða að koma saman tvisvar í viku og ganga um bæinn og nágrenni hans undir styrkri leiðsögn frumkvöðulsins Ingólfs Freyssonar. Mæting hefur verið ágæt og flestir verið sammála um gagnsemi þessa framtaks. Göngurnar eru farnar eftir kennslu á þriðjudögum og fimmtudögum og oftast genginn um klukkutíma hringur um útjaðra Húsavíkur og hafnarsvæðið. Ekki er hægt að segja annað en vel hafi viðrað á göngugarpa það sem af er skólaári enda veðráttan meira í ætt við hásumar en haust. Starfsfólkið stefnir ótrautt á að halda þessu áfram þótt vetur kunni að fara að gera vart við sig fljótlega.