Nemendafélag FSH

15.9.2010

Foreldrafundur í FSH

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema var haldinn í skólanum í gær. Foreldrar létu ekki rok og rigningu aftra sér frá því að mæta og var fjölmenni í sal skólans. Á fundinum fjölluðu stjórnendur um starf skólans, skólareglur og áfangakerfið.
Ingólfur Freysson íþróttakennari sagði frá afreksíþróttaáföngum og samstarfi skólans við Íþróttafélagið Völsung.
Sigríður Hauksdóttir félagsmála- og forvarnafulltrúi kynnti félagslíf og forvarnastarf skólans og naut þar liðsinnis stjórnar nemendafélagsins.
Loks kynnti Elín B. Hartmannsdóttir starfsemi foreldraráðs FSH og hvatti foreldra til að taka virkan þátt í starfi félagsins.

Við þökkum foreldrum kærlega fyrir góðan fund og gagnlegar umræður og væntum þessa að eiga með þeim gott samstarf á komandi árum. 

Myndir frá fundinum eru hér.