2010 09

16. september 2010

Uppistand

Grínistarnir í Mið-Íslandi voru með uppistand fyrir nemendur FSH í hádeginu í gær í sal skólans.Þeir sem komu fram voru Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA (barnabarn Nóbelskáldsins)og Jóhann Alfreð.

15. september 2010

Hafþór Mar í U-17 ára landsliðshópnum

Hafþór Mar Aðalgeirsson, nýnemi hér í FSH, hefur verið valinn til að leika með undir 17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í riðlakeppni EM nú síðar í mánuðinum.

15. september 2010

Foreldrafundur í FSH

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema var haldinn í skólanum í gær. Foreldrar létu ekki rok og rigningu aftra sér frá því að mæta og var fjölmenni í sal skólans.

08. september 2010

Göngum, göngum!

Starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík þekkir vel mikilvægi góðs fordæmis þegar kemur að hollum lífsháttum. Um nokkurt skeið hefur því staðið til boða að koma saman tvisvar í viku og ganga um bæinn og nágrenni hans undir styrkri leiðsögn frumkvöðulsins Ingólfs Freyssonar.

01. september 2010

Skemmtiferð nemenda FSH

Mánudaginn 30. ágúst héldu nemendur skólans í hina árlegu skemmtiferð. Að þessu sinni var ferðinni heitið til Akureyrar þar sem farið var í krullu í Skautahöllinni, grillað í Kjarnaskógi og endað í keilu í Keilunni.