Nemendafélag FSH

9.8.2010

Skólastarf í FSH fer senn að hefjast

Nú fer skólastarf í FSH senn að hefjast. Skrifstofa skólans opnar mánudaginn 16. ágúst og kennarar mæta til undirbúnings og fundahalda dagana 18. og 19. ágúst. Skólasetning fer fram á sal skólans föstudaginn 20. ágúst kl. 09.00 og eru foreldrar hvattir til að mæta með unga fólkinu. Að setningu lokinni hitta nemendur þá kennara sem munu kenna þeim á önninni og fá hjá þeim nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms og kennslu. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst mánudaginn 23. ágúst.