Nemendafélag FSH

27.8.2010

Busavígsla í FSH (2)

Nýnemar voru teknir inn í samfélag eldri nema skólans í gær. Það voru væntanlegir útskriftarnemar sem önnuðust vígsluna og þurftu busar að yfirstíga hinar ýmsu þrautir undir þeirra stjórn. Meðal annars tóku busar lagið fyrir bæði leik- og grunnskólanema, dönsuðu á torginu og sýndu líkamlegt atgervi sitt í fjörunni. Að venju hétu þeir skólanum hollustu sína og tryggð, að þessu sinni fór sú athöfnin fram í tjörninni. Að lokum var innvígðum boðið uppá súkkulaðiköku og svaladrykk við skólann. Myndir frá busavígslu eru hér.