Nemendafélag FSH

27.5.2010

Samningur um afreksíþróttir

Framhaldsskólinn á Húsavík og Íþróttafélagið Völsungur undirrituðu í dag samstarfssamning um kennslu afreksíþróttaáfanga. Afreksíþróttaáfangar eru ætlaðir þeim nemendum sem stunda æfingar með íþróttafélagi fjórum til sex sinnum í viku. Afreksíþróttaáföngum er því ætlað að styðja við íþróttaiðkun nemenda með það að markmiði að þeir nái sem bestum árangri í sínum greinum. Nemendur í afreksíþróttaáföngum skuldbinda sig til þess að temja sér heilbrigðan lífsstíl og vera örðum nemendum fyrirmyndir í þeim efnum.