Nemendafélag FSH

14.4.2010

Skólafundur FSH

Nemendur og starfsfólk skólans komu saman til skrafs og ráðagerða á skólafundi sem haldinn var í dag. Til umræðu voru þrjú mál þ.e. reglur um skólasókn, fyrirkomulag busavígslu og framboð á valgreinum. Auk þess fór fram atkvæðagreiðsla um það á hvaða vikudegi fundarmenn vildu hafa skólaslit og brautskráningu nemenda í framtíðinni. Mjög góð þátttaka var á fundinum og miklar umræður í öllum hópum. Unnið verður úr niðurstöðum hópanna á næstu dögum á þær kynntar á heimasíðu skólans.