27.4.2010
KAFFIHÚSAKVÖLDIÐ JÓN (1)
Þá er loksins komið að hinu árlega kaffihúsakvöldi Jóni.
Það verður næst komandi fimmtudagskvöld, 29. apríl, í sal skólans.
Við ætlum að spila félagsvist og það eru skemmtilegir vinningar í boði.
Húsið opnar klukkan 20:00 og vistin hefst stundvíslega klukkan 20:30.
Útskriftarnemar verða með sjoppu á staðnum og dýrindis veitingar eins og t.d. skúffuköku.
Sérstakir heiðursgestir eru 10. bekkingar – tilvonandi nýnemar næsta skólaárs.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest.
STJÓRNIN