18.2.2010

Öskudagurinn

Í gær var öskudagur. Margir nemendur tóku sig til og mættu í búning. Einnig bauð Heiða uppá andlitsmálningu fyrir þá sem gleymdu búning. Nemendafélagið bauð svo nemendum að syngja fyrir sig í skiptum fyrir nammipoka. Myndir er hægt að skoða hér og tilkynnum við um leið og fréttir berast hver vann verðlaunin fyrir besta búninginn.

Kv. Tanja og Keli