19.2.2010

Dillidagar

Gömul og sterk hefð er fyrir því að Nemendafélag FSH haldi Dillidaga. Þeir dagar standa yfir í eina viku og verða næst komandi mánudag - föstudag, 22. - 26. febrúar. Hefðbundin kennsla er fyrir hádegi þessa daga en eftir klukkan 12:25 tekur dagskráin við og stendur fram á kvöld. Þetta eru ekki frídagar nemenda og skyldumæting er í viðburði og merkt við. Á meðal þess sem er á dagskrá er ljósmyndamaraþon, nef-quiz á Gamla Bauk, smiðjur af ýmsu tagi þar sem nemendur fá meðal annars kynningu á starfi Björgunarsveitarinnar, baka með Steina í Heimabakaríi, taka á því í ræktinni í Töff, keppa í hinum geysivinsæla Dillicup, láta ljós sitt skína á Nefrennsli sem er undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna og fer fram fimmtudagskvöldið 25. febrúar á Fosshótel Húsavík, syngja og dansa með Halldóri Valdimarssyni og svo enda herlegheitin með veglegri árshátíð á Fosshótel Húsavík föstudagskvöldið 26. febrúar sem stendur yfir frá 19:30 - 1:00. Við hvetjum foreldra og alla aðra til að fylgjast með dagskránni á heimasíðu NEF sem hefur tengil hér á síðunni, þar er hægt að nálgast nánari dagskrárupplýsingar, sjá myndir og ýmislegt fleira. Allar nánari upplýsingar veitir stjórn NEF og Sigga Hauks.
Gleðilega dillidaga .D