Nemendafélag FSH

26.2.2010

Alexander sigraði NEF rennslið

Alexander Hermannsson verður fulltrúi FSH í Söngkeppni Framhaldsskólanna í ár eftir að hann sigraði NEFrennslið sem fram fór í gærkvöld. Hann söng lagið Söknuð eftir Vilhjálm Vilhjálmsson fyrir fullum sal Fosshótelsins og náði að heilla dómnefndina með flutningi sínum.
Í öðru sæti varð rapparinn Stebbi Tukka með lagið "Sundferðin mikla". Honum til fulltingis voru Friðrik Mar Kristjánsson og Kristján Elínór Helgason ásamt leynigesti.
Þriðja sætið vermdu þeir Bóas Gunnarsson og Friðrik Marínó Ragnarsson sem tóku Blurlagið "Song 2".
Strákarnir vinsælu í hljómsveitinni SOS sáu um undirleik í kvöld og stjórnandi keppninnar var leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir sem hitaði upp fyrir krakkana með laginu Me and Bobby McGee sem Janis Joplin söng svo eftirminnilega.

Frétt tekin af 640.is, þar sem sjá má fleiri myndir frá keppninni.