Nemendafélag FSH

12.1.2010

Upphitun hjá Gettu betur liði FSH

Gettu betur lið FSH fékk í dag tækifæri til þess að hita upp fyrir sína fyrstu viðureign með því að etja kappi við lið kennara. Keppnin var afar tvísýn og voru liðin jöfn að stigum eftir lokaspurninguna. Eftir bráðabana höfðu nemendur betur og sigruðu lið kennara með einu stigi.
Lið FSH skipa að þessu sinni þeir Ragnar Pálsson, Aðalsteinn Jóhann Friðgeirsson og Andri Dan Traustason. Þeir félagar munu etja kappi við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ fimmtudaginn 14. janúar. Keppninni verur útvarpað beint á Rás 2 og hefst kl. 20.00.
Við óskum okkar mönnum góðs gengis í keppninni.
Myndir frá viðreign nemenda og kennara eru hér.