2009

23. febrúar 2009

DILLIVIKAN HAFIN

Skemmtilegasta skólavika ársins hófst í dag – vikan sem allir hafa beðið eftir með fullri eftirvæntingu allt skólaárið! Dagurinn byrjaði á miklu bolluáti þar sem Sjoppan hf. bauð upp á ljúffengar rjómabollur á spottprís í tilefni bolludagsins.

19. febrúar 2009

EINKUNNARORÐ FSH

Nú hefur verið ákveðið að efna til kosninga um einkunnarorð skólans.  Einkunnarorð skólans eiga að orða það sem mestu máli skiptir í skólastarfinu með einföldum og skýrum hætti.  Einkunnarorðunum er ætlað að vera okkur öllum leiðarljós og hvatning í daglegu starfi okkar í skólanum.

13. febrúar 2009

Fyrsta foreldraráð við FSH

Fyrsta foreldraráð við Framhaldsskólann á Húsavík var stofnað á fundi með foreldrum í gær fimmtudaginn 12. febrúar. Stjórnina skipa þrír fulltrúar og þrír til vara. Skólinn óskar nýrri stjórn allra heilla og væntir mikils af góðu samstarfi við foreldraráðið um ókomin ár.

09. febrúar 2009

SKÍÐAMEISTARINN MIKLI FRÁ FSH

Einn af meðlimum NEF, Stefán Jón Sigurgeirsson, hefur verið mikið í pressunni síðustu mánuði. Hann stundar skíði af kappi og hefur verið að gera góða hluti í skíðaheiminum. Mót eftir mót, afrek eftir afrek, met eftir met.

08. febrúar 2009

DILLIDAGAR 2009 - DILLICUP + NEFRENNSLI

Nú styttist óðum í hina frægu Dillidaga ... spennan á göngunum er magnþrungin og fólk getur varla hamið sig í gleði. Dillidagar hefjast mánudaginn 23. febrúar og standa til 27. febrúar. Vikan er stútfull af allskonar uppákomum og skemmtilegheitum og einkennist af eintómri gleði, hamingju og sprelli! Dillicup er stór liður í dillivikunni.

23. janúar 2009

PÍRAMUS OG ÞISPA KOMIÐ Á FULLT

Um þessar mundir eru að hefjast æfingar hjá leikfélagi Framhaldsskólans á Húsavík, Píramusi og Þispu á nýju leikverki eftir heimamanninn Snæbjörn Ragnarsson. Að sögn Sigríðar Hauksdóttur kennara og félagsmálafulltrúa við skólann hafa menn þar á bæ, þ.

06. janúar 2009

Skólabyrjun

  Vorönn 2009 hefst á morgun 7. janúar með umsjón kl. 9:00, þar sem allir fá Húslestur og nýnemar og endurinnritaðir fá stundatöflur.  Eftir umsjón, frá kl.10 - 12 verða 15 minútna örtímar,  þar sem nemendur fá afhentar kennsluáætlanir.