2009

31. mars 2009

Spurningakeppni grunnskóla í Þingeyjarsýslu

  Föstudaginn 27. mars stóð Framhaldsskólinn á Húsavík fyrir spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum. Keppnin var í umsjá nemenda í Gettu betur hópi FSH og leiðbeinanda þeirra Valdimars Stefánssonar kennara.

26. mars 2009

FSH BURSTAÐI LAUGASKÓLA

Í dag fór fram hinir árlegu Leikar milli Framhaldsskólans á Húsavík og Framhaldsskólans á Laugum. Hefð hefur skapast að þessir nágrannaskólar etja kappi í ýmsum greinum og að þessu sinni var keppnin haldin í íþróttahöllinni á Húsavík.

03. mars 2009

Skuggaleikhússýning

Á starfsbraut eru tveir nemendur, Vilberg Lindi Sigmundsson og Arnljót Anna Jóhannsdóttir, í áfanganum listir og skapandi starf. Kennari í áfanganum er Sigríður Hauksdóttir. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur tjái sig í gegnum skapandi starf þar sem lögð er áhersla á sköpunargleði.

01. mars 2009

ÁRSHÁTÍÐ FSH

Dillivikan mikla náði hámarki sínu síðastliðið föstudagskvöld með árshátíð FSH. Í ár var hún haldin í Borgarhólsskóla og var salurinn mjög vel skreyttur og huggulegur. Veislustjóri kvöldsins var enginn annar en sjónvarpsmaðurinn mikli Gísli Einarsson.

27. febrúar 2009

HALLA MARÍN SIGURVEGARI NEFRENNSLIS

Söngkeppni FSH, Nefrennsli, fór fram í sal Borgarhólsskóla í gærkvöldi. Húsvíkingar fjölmenntu á þennan stórskemmtilega atburð og var troðfullt í salnum af alls konar fólki! Segja má að keppnin hafi verið ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg og muna elstu kennarar skólans varla eftir eins keppni.

25. febrúar 2009

NEMENDUR Í FRUMKVÖÐLAFRÆÐI VIÐ FSH STOFNA FYRIRTÆKI

Nokkrir nemendur í frumkvöðlafræði við FSH fengu það verkefni að stofna og starfrækja fyrirtæki. Ákveðið var að stofna fyrirtæki sem tæki að sér að þrífa og bóna bíla. Búið er að skipa stjórn og ráða framkvæmdastjóra en hann er Haukur Sigurgeirsson.