2009

27. ágúst 2009

Busavígsla í FSH (1)

Busavígsla FSH fór fram í dag með nokkuð hefðbundnum hætti.  Nýnemar voru skreyttir af förðunarmeisturum útskriftarnema og dressaðir upp samkvæmt nýjustu tísku í svartar yfirhafnir.

20. ágúst 2009

Skóli settur í dag

Framhaldsskólinn á Húsavík var settur í 23. sinn í dag 20. ágúst með ávarpi skólameistara Laufeyjar Petreu Magnúsdóttur. Í ávarpi sínu hvatti skólameistari nemendur til þess að stunda nám sitt af alúð og metnaði.

17. ágúst 2009

Skólastarf í FSH að hefjast

Kennarar og starfsfólk FSH er þessa dagana að undirbúa starf vetrarins.  Skólinn verður settur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 09.00 á sal skólans og kennsla hefst föstudaginn 21. ágúst.

06. júní 2009

Skólameistari skipaður við FSH

Á vef menntamálaráðuneytis kemur fram að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra  hefur að fenginni umsögn skólanefndar skipað Laufeyju Petreu Magnúsdóttur í embætti skólameistara skólans til fimm ára frá 1. júní 2009 að telja.

28. maí 2009

Brautskráning og skólaslit

Brautskráning og skólaslit FSH fóru fram 23. maí við hátíðlega athöfn frá Húsavíkurkirkju. Útskriftarnemendur voru  49 talsins, 27 brautskráðust af umönnunarbrautum með brúarsniði, þar af 16 af félagsliðabraut, 3 af námsbraut fyrir leiðbeinendur í leikskólum, 8 af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og einn af skólaliðabraut.

27. apríl 2009

10. BEKKUR BORGARHÓLSSKÓLA Í HEIMSÓKN (1)

Þriðjudaginn 21. apríl sóttu 10. bekkingar Borgarhólsskóla okkur heim ásamt umsjónarkennurum sínum þeim Brynhildi og Höllu Rún. Þeir fengu kynningu á náminu og því öfluga og skemmtilega félagslífi sem nemendur í skólanum standa fyrir.