2009 09

18. september 2009

Bergvin í heimsókn

Í dag kom hann Bergvin frá Ungmennadeild Blindrafélagsins til okkar og var með kynningu á Evrópu unga fólksins (http://www.euf.is/euf/) auk þess sem hann sagði frá fötlun sinni og því sem henni fylgir.

15. september 2009

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 15. september kl. 20.00. Tilgangur fundarins er að kynna foreldrum helstu þætti í starfi skólans og verður dagskráin sem hér segir: Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari fjallar um hlutverk skólans og mikilvægi þess að eiga gott samstarf við foreldra.