Nemendafélag FSH

27.8.2009

Busavígsla í FSH (1)

Busavígsla FSH fór fram í dag með nokkuð hefðbundnum hætti.  Nýnemar voru skreyttir af förðunarmeisturum útskriftarnema og dressaðir upp samkvæmt nýjustu tísku í svartar yfirhafnir. Hersingin hóf síðan för sína um bæinn þar sem busum var gert að syngja og dansa með viðeigandi hætti. Þrautagangan endaði í fjörunni þar sem busarnir krupu auðmjúkir á kné í flæðarmálinu og hétu skólanum ævilangri hollustu og tryggð.  Að vígslu lokinni var haldið til baka í skólann þar sem nýnemar fengu hlýjar móttökur, súkkulaðiköku, kókómjólk og knús.
Hér má sjá myndir frá busavígslunni.