2009 08

27. ágúst 2009

Busavígsla í FSH (1)

Busavígsla FSH fór fram í dag með nokkuð hefðbundnum hætti.  Nýnemar voru skreyttir af förðunarmeisturum útskriftarnema og dressaðir upp samkvæmt nýjustu tísku í svartar yfirhafnir.

20. ágúst 2009

Skóli settur í dag

Framhaldsskólinn á Húsavík var settur í 23. sinn í dag 20. ágúst með ávarpi skólameistara Laufeyjar Petreu Magnúsdóttur. Í ávarpi sínu hvatti skólameistari nemendur til þess að stunda nám sitt af alúð og metnaði.

17. ágúst 2009

Skólastarf í FSH að hefjast

Kennarar og starfsfólk FSH er þessa dagana að undirbúa starf vetrarins.  Skólinn verður settur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 09.00 á sal skólans og kennsla hefst föstudaginn 21. ágúst.