Nemendafélag FSH

27.5.2009

Innritun er hafin og stendur til 11. júníVið Framhaldsskólann á Húsavík eru eftirtaldar námsleiðir í boði á haustönn 2009:

Almennar námsbrautir I – III, 25 – 30 eininga nám með áherslu á almennar greinar og valgreinar.

Námsleiðir til stúdentsprófs:
                Félagsfræðibraut, 140 einingar.
                Náttúrufræðibraut, 140 einingar.
                Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu prófi af starfsnámsbrautum.

Starfsbraut, einstaklingsmiðað nám, sérsniðið að þroska og þörfum nemenda.

Starfsnámsbrautir:

Námsbraut eða brú fyrir leiðbeinendur í leikskólum, 71 eða 48* einingar, stað- og fjarnám.
Námsbraut eða brú fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum, 73 eða 50* einingar, stað- og fjarnám.
Námsbraut aða brú fyrir skólaliða, 36 eða 25* einingar, stað- og fjarnám.
Sjúkraliðabraut, 120 einingar, stað- og fjarnám í samstarfið við VMA.

*220-230 stunda starfstengd námskeið jafngilda allt að 17 einingum af sérgreinum á námsbrúm og fækkar því einingum þar sem matinu nemur.

Nánari upplýsingar um námsleiðir og fyrirkomulag nám og kennslu er að finna á heimasíðu skólans, sjá nánar hér  Athugið að einnig er hægt er að stunda nám í stökum áföngum.  Stjórnendur skólans og námsráðgjafi veita frekari upplýsingar og ráðgjöf varðandi val á námsleiðum.

Upplýsingar um inntökuskilyrði á námbrautir skólans er að finna á heimasíðunni www.fsh.is undir hnöppunum skólinn > inntökuskilyrði.

Umsóknarfrestur um nám er frá 15. maí til 11. júní.

Nemendur sækja um skólavist með rafrænum hætti á  menntagatt.is.  Nemendur í 10. bekk grunnskóla fá bréf með leiðbeiningum ásamt eflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra fá einnig bréf frá menntamálaráðuneytinu með upplýsingum um innritunina. Einnig er hægt að sækja um veflykil  á síðunni menntagatt.is og mun hann þá berast viðtakanda í netpósti. Umsóknareyðublöð fyrir umsækjendur um nám á starfsnámsbrautum eru hér.

Ekki hika við að hafa samband við skólann og kynna ykkur nánar þá möguleika sem bjóðast.

Skólameistari