Nemendafélag FSH

22.4.2009

HALLA MARÍN STÓÐ SIG VEL Í SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri s.l. laugardagskvöld. Þar söng Halla Marín Hafþórsdóttir fyrir FSH lagið Fyrirgefning.

Halla Marín sem var með síðustu keppendum á svið söng lagið sitt mjög vel og voru hún, Ármann Örn og Hólmfríður Agnes skóla sínum og Húsavík til mikils sóma líkt og þeir 70-80 nemendur FSH sem voru í salnum.

Kristín Þóra Jóhannsdóttir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna, Halldór Smárason og Daði Már Guðmundsson frá Menntaskólanum á Ísafirði náðu öðru sæti og í þriðja sæti hafnaði Daníel Haukur Arnarsson frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Keppnin var send út í beinni útsendingu á Stöð 2.

Sjá nánar á 640.is