Nemendafélag FSH

27.4.2009

10. BEKKUR BORGARHÓLSSKÓLA Í HEIMSÓKN (1)

Þriðjudaginn 21. apríl sóttu 10. bekkingar Borgarhólsskóla okkur heim ásamt umsjónarkennurum sínum þeim Brynhildi og Höllu Rún.

Þeir fengu kynningu á náminu og því öfluga og skemmtilega félagslífi sem nemendur í skólanum standa fyrir.

Laufey skólastýra og Ingibjörg námsráðgjafi fræddu um praktísk mál og svo tók stjórn NEF við, sýndi skemmtilegt myndband úr skólalífinu og sagði frá, sýndi nemendum skólahúsnæðið og kíkti í tíma til að sýna nemendur og kennara.

Boðið var upp á gos og stykki og höfðu vonandi allir gagn og gaman af.