Nemendafélag FSH

3.3.2009

Skuggaleikhússýning


Á starfsbraut eru tveir nemendur, Vilberg Lindi Sigmundsson og Arnljót Anna Jóhannsdóttir, í áfanganum listir og skapandi starf.
Kennari í áfanganum er Sigríður Hauksdóttir. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur tjái sig í gegnum skapandi starf þar sem lögð er áhersla á sköpunargleði. Tónlist, hreyfing, tjáning, hlustun, hljóðgjafar og myndsköpun eru meðal viðfangsefna áfangans.

Síðastliðinn þriðjudag héldu nemendur skuggaleikhússýningu á sögunni um hana Búkollu og buðu þau nokkrum starfsmönnum skólans á sýninguna.
Það tókst vel til og hér má sjá myndir frá sýningunni.