Nemendafélag FSH

26.3.2009

FSH BURSTAÐI LAUGASKÓLA


Í dag fór fram hinir árlegu Leikar milli Framhaldsskólans á Húsavík og Framhaldsskólans á Laugum. Hefð hefur skapast að þessir nágrannaskólar etja kappi í ýmsum greinum og að þessu sinni var keppnin haldin í íþróttahöllinni á Húsavík.

Greinarnar í ár voru óvenjulegar en þó mjög skemmtilegar. Byrjað var á keppni í skallatennis. Því næst fylgdi boccia undir ströngu eftirliti boccia-meistarans Linda. Fresling-heimsmeistarinn Hilmar keppti svo við Laugamann í fresling og keppni um að halda á lofti fór einnig fram. Að lokum var keppt í bandý, sem endaði með jafntefli liðanna.

Má með sanni segja að FSH hafi burstað Laugamenn rækilega þar sem FSH fékk 1400 stig en Laugamenn 200 stig! Við bíðum spennt eftir næstu keppni á næstu önn ...

Myndir inn í myndagallerí.

DA