2009 03

31. mars 2009

Spurningakeppni grunnskóla í Þingeyjarsýslu

  Föstudaginn 27. mars stóð Framhaldsskólinn á Húsavík fyrir spurningakeppni grunnskólanna í Þingeyjarsýslum. Keppnin var í umsjá nemenda í Gettu betur hópi FSH og leiðbeinanda þeirra Valdimars Stefánssonar kennara.

26. mars 2009

FSH BURSTAÐI LAUGASKÓLA

Í dag fór fram hinir árlegu Leikar milli Framhaldsskólans á Húsavík og Framhaldsskólans á Laugum. Hefð hefur skapast að þessir nágrannaskólar etja kappi í ýmsum greinum og að þessu sinni var keppnin haldin í íþróttahöllinni á Húsavík.

03. mars 2009

Skuggaleikhússýning

Á starfsbraut eru tveir nemendur, Vilberg Lindi Sigmundsson og Arnljót Anna Jóhannsdóttir, í áfanganum listir og skapandi starf. Kennari í áfanganum er Sigríður Hauksdóttir. Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur tjái sig í gegnum skapandi starf þar sem lögð er áhersla á sköpunargleði.

01. mars 2009

ÁRSHÁTÍÐ FSH

Dillivikan mikla náði hámarki sínu síðastliðið föstudagskvöld með árshátíð FSH. Í ár var hún haldin í Borgarhólsskóla og var salurinn mjög vel skreyttur og huggulegur. Veislustjóri kvöldsins var enginn annar en sjónvarpsmaðurinn mikli Gísli Einarsson.