Nemendafélag FSH

25.2.2009

NEMENDUR Í FRUMKVÖÐLAFRÆÐI VIÐ FSH STOFNA FYRIRTÆKI

Nokkrir nemendur í frumkvöðlafræði við FSH fengu það verkefni að stofna og starfrækja fyrirtæki. Ákveðið var að stofna fyrirtæki sem tæki að sér að þrífa og bóna bíla.

Búið er að skipa stjórn og ráða framkvæmdastjóra en hann er Haukur Sigurgeirsson. Aðrir í stjórn eru Adam Freyr Gylfason, Börkur Guðmundsson og Sigþór Hannesson.

Jafnframt hefur verið gert samkomulag við byrgja og húsnæði fengið undir starfsemina. Fyrirtækið verður staðsett í Barðahúsinu niðri á stétt. Áætlað er að fyrirtækið verði rekið frá febrúar til apríl.

Hægt verður að fá bíla tjöruhreinsaða og þrifna að utan. Fyrir þessa þjónustu þarf aðeins að greiða 6000 kr. fyrir fólksbíl.

Til að byrja með verður vinnutíminn á miðvikudögum frá 15:30 til 19:00 og á föstudögum frá 13:00 til 18:00.

Hægt er að óska eftir bílaþvotti í síma 849 6033