Nemendafélag FSH

13.2.2009

Fyrsta foreldraráð við FSH

Fyrsta foreldraráð við Framhaldsskólann á Húsavík var stofnað á fundi með foreldrum í gær fimmtudaginn 12. febrúar. Stjórnina skipa þrír fulltrúar og þrír til vara. Skólinn óskar nýrri stjórn allra heilla og væntir mikils af góðu samstarfi við foreldraráðið um ókomin ár.

Í stjórn foreldraráðs eru talið frá vinstri: Fanney Óskarsdóttir, Árninna Ósk Stefánsdóttir, Helga Sveinbjörnsdóttir, Elfa Signý Jónsdóttir, Elín Björk Hartmannsdóttir og Viðar Sigurðsson. 

Elín Björk Hartmannsdóttir er fulltrúi foreldraráðsins í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.