Nemendafélag FSH

8.2.2009

DILLIDAGAR 2009 - DILLICUP + NEFRENNSLI


Nú styttist óðum í hina frægu Dillidaga ... spennan á göngunum er magnþrungin og fólk getur varla hamið sig í gleði.

Dillidagar hefjast mánudaginn 23. febrúar og standa til 27. febrúar. Vikan er stútfull af allskonar uppákomum og skemmtilegheitum og einkennist af eintómri gleði, hamingju og sprelli!

Dillicup er stór liður í dillivikunni. Sú keppni er flippkeppni milli nemenda (og kennara?). Keppendur klæða sig upp í skrautlega búninga, gera allskonar þrautir og skemmta sér og öðrum. Á töflu Nemendafélagsins er kominn upp skráningarlisti fyrir Dillicup - og hvetjum við alla til að taka þátt og flippa smá!

Nefrennsli - söngkeppni FSH - er undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskólanna og fer fram á fimmtudeginum í dillivikunni. Umgjörðin er hin glæsilegasta og mikið í húfi fyrir vinningshafann ... skráningarblað fyrir alla söngfugla skólans hangir á töflu NEF í skólanum. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 11. febrúar, en eftir það hefjast strangar æfingar fyrir keppendur.

Svo margt er framundan - búið ykkur undir skemmtilegustu skólaviku ársins! Allt verður nánar auglýst þegar nær dregur ;) Stay tuned ....

Your NEF