Nemendafélag FSH

23.1.2009

PÍRAMUS OG ÞISPA KOMIÐ Á FULLT


Um þessar mundir eru að hefjast æfingar hjá leikfélagi Framhaldsskólans á Húsavík, Píramusi og Þispu á nýju leikverki eftir heimamanninn Snæbjörn Ragnarsson.

Að sögn Sigríðar Hauksdóttur kennara og félagsmálafulltrúa við skólann hafa menn þar á bæ, þ.e.a.s hjá Píramusi og Þispu, gengið með það í maganum í þó nokkurn tíma að fá Bibba til að semja leikverk fyrir félagið. 

Og nú hefur sá draumur nú orðið að veruleika.

“Bibbi og hans spúsa Anna Bergljót Thorarensen munu sjá um sýninguna. Bibbi semur leikverkið og tónlist við það ásamt því að sjá um tónlistarstjórn en leikstjórnin er í höndum Önnu Beggu.

Áður en leikæfingar hefjast eru þau með leiklistarnámskeið til að hrista hópinn saman og kynnast krökkunum en mikill áhugi er á starfinu í ár. Um fjörutíu krakkar ætla að taka þátt í sýningunni á einn eða annnan hátt. Verkið verður létt, hresst og skemmtilegt, fullt af tónlist og ætti að vera hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og fólk á öllum aldri.” Segir Sigga Hauks.

Píramus og Þispa stefna að frumsýningu upp úr miðjum mars og verður sýnt í gamla Samkomuhúsinu.

640.is

 

 

 

 

 

 

Bibbi og Anna Begga. Ljósmynd: Halla Marín.