2009

10. desember 2009

Bóksala FSH á vorönn 2010

Skiptibókamarkaður verður í skólanum í umsjón útskriftarnema.  Skiptibókamarkaðurinn hefst fyrsta skóladag 6. janúar. Opnunartími verður auglýstur nánar síðar.

27. nóvember 2009

Kaffihúsakvöldið Gunna

Í gærkvöldi hittust nemendur og kennarar FSH á sal skólans þar sem stjórn NEFs stóð fyrir hinu hefðbundna kaffihúsakveldi Gunnu. Það ríkti afar hugguleg stemming á sal skólans, sem skreyttur hafði verið með jóla- og kertaljósum.

27. nóvember 2009

Heimsókn á leikskólann Grænuvelli

Síðastliðinn miðvikudag fóru nemendur í Uppeldisfræði 103 í heimsókn á leikskólann Grænuvelli. Búið var að skipta nemendum í hópa og hver hópur heimsótti eina leikskóladeild.

17. nóvember 2009

Dagur íslenskrar tungu (2)

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum í gær. Af því tilefni komu nemendur og starfsfólk skólans saman á sal þar sem dagskráin hófst með ávarpi skólameistara.

17. nóvember 2009

Leiksýning

Í áfanganum listir og skapandi starf hafa Arnljót Anna og Vilberg Lindi verið að kynna sér heim leikhússins. Í kjölfarið æfðu þau leikritið um Rauðhettu og sýndu fyrir nokkra starfsmenn skólans og gekk sýningin afskaplega vel.

16. október 2009

Hugarflug á sal

Miðvikudaginn 14. október tóku allir nemendur skólans þátt í hugmyndavinnu undir stjórn nemendafélagsins. Markmiðið var að ræða um félagslífið í skólanum og setja fram hugmyndir um enn frekari eflingu þess.

18. september 2009

Bergvin í heimsókn

Í dag kom hann Bergvin frá Ungmennadeild Blindrafélagsins til okkar og var með kynningu á Evrópu unga fólksins (http://www.euf.is/euf/) auk þess sem hann sagði frá fötlun sinni og því sem henni fylgir.

15. september 2009

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 15. september kl. 20.00. Tilgangur fundarins er að kynna foreldrum helstu þætti í starfi skólans og verður dagskráin sem hér segir: Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari fjallar um hlutverk skólans og mikilvægi þess að eiga gott samstarf við foreldra.