2008

14. maí 2008

Marita fræðsla

  18. apríl síðast liðinn var fræðslufulltrúinn Magnús Stefánsson, frá Marita samtökunum – Hættu áður en þú byrjar, með forvarnarfyrirlestur um fíkniefni fyrir alla nemendur FSH. Í kvöld, miðvikudagskvöldið 14. maí, verður hann með fyrirlestur fyrir foreldra nemenda í FSH og Borgarhólsskóla í stofu 11 í Borgarhólsskóla.

02. maí 2008

Samstarf útskriftarnema FSH og Þekkingarseturs

Samstarf útskriftarnema FSH og Þekkingarseturs   Þekkingarsetrið hefur komið á samstarfi við útskriftarnema Framhaldsskólans á Húsavík við rannsóknarvinnu á vegum stofnunarinnar.  Um er að ræða samstarf um úthringingar á símakönnun sem Þekkingarsetrið vinnur að um þessar mundir.

26. mars 2008

Berglind valin í U-19 landslið

  Ólafur Guðbjörnsson hefur valið Berglindi Ósk Kristjánsdóttur leikmann mfl. Völsungs í U19 lansliðið fyrir vináttuleiki gegn Írum. Leikið verður 28. og 30. mars í Dublin. Það þarf ekki að taka það fram hversu glæsilegur árangur þetta er og eftir okkar bestu vitund er þetta fyrsta landsliðskona okkar Völsunga.

26. mars 2008

Músíktilraunir 2008

  Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Listasafni Reykjavíkur laugardaginn 15. mars síðast liðinn. Þar kom fram hljómsveitin Johnny Computer sem þeir  Atli Hreinsson, Óskar Andri Ólafsson, Birkir Ólafsson og Birkir Óli Barkarson.

03. mars 2008

FSH hlýtur Hvatningarverðlaun FÍKNF árið 2008

Á aðalfundi Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hlaut Framhaldsskólinn á Húsavík Hvatningarverðlaun félagsins árið 2008 fyrstur skóla landsins. Í rökstuðningi félagsins kemur fram að skólinn hafi í nærri tvo ártugi verið með námsframboð á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og sé eini framhaldsskóli landsins sem hafi nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á stefnuskrá sinni.

03. mars 2008

Píramus & Þispa frumsýnir Kardemommubæinn

Í gær frumsýndi Píramus & Þispa, leikfélag FSH, hið sívinsæla fjölskylduleikrit Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner. Er þetta í fyrsta skipti í mörg ár sem að leikfélag skólans er jafn virkt og í ár! Nokkrir nemendur FSH sem og nokkrir úr Borgarhólsskóla hafa æft stíft í vetur undir stjórn Maríu Sigurðardóttur, leikstjóra, en hún setti einnig upp Fló á Skinni hjá Leikfélagi Akureyrar sem einnig er í sýningu núna á Akureyri.

02. mars 2008

Glæsileg árshátíð með Ljótu hálvitunum!

Dillivikan endaði með glæsilegri árshátíð síðastliðin föstudag. Hún var haldin á hótelinu,  og allt var voða huggulegt. Borðhald hófst kl. 19:30 og voru Ljótu hálvitarnir veislustjórar og voru þeir geysilega fyndnir! Margt var á matseðlinum og sá Salka um að metta svanga menn.

28. febrúar 2008

NEFRENNSLI 2008

Rétt í þessu var NEFRENNSLI – söngvakeppni FSH – að ljúka á hótelinu. Keppnin var stórkostleg og sigurvegari Nefrennsli 2008 var Elísabet Anna Helgadóttir, en hún mun keppa fyrir hönd FSH í úrslitakeppni söngvakeppni framhaldsskólanna í vor.