Nemendafélag FSH

8.10.2008

Líf og fjör í LIS 103

 

Það var mikið um að vera í áfanganum Listir og skapandi starf síðast liðinn þriðjudag.

Það sem stóð til var að útbúa náttúruvef og heimaverkefnið var að safna öllu því sem mönnum dytti í hug úr náttúrunni sem síðan átti að nota í vefinn. Menn komu klifjaðir með allt frá íslenskum vínberjum til trjáa af ýmsum tegundum og njóla svo fátt eitt sé nefnt. Laufey leit við þegar nemendur voru niðursokknir í verkefni sín. Sjá meðfylgjandi myndir.

Sigga Hauks