2008 10

31. október 2008

Opinn borgarafundur um skólamál

  Opinn borgarafundur um framhalds-, grunn-, og leikskólamál verður haldinn 5. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri. Fundurinn er haldinn á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál.

29. október 2008

Kennsluvefur.is

  Þessa dagana er skólinn að taka sín fyrstu skref í innleiðingu á náms- og kennslukerfinu kennsluvefur.is (Moodle).  Kennsluvefur.is er samstarfsverkefni Menntaskólans á Egilsstöðum, Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu og Verkmenntaskóla Austurlands um rekstur námskerfis á netinu, Framhaldsskólinn á Húsavík tekur þátt í þessu samstarfi nú í vetur í tilraunaskyni.

28. október 2008

Kennarar á námskeiði

Þessa dagana er skólinn að taka sín fyrstu skref í innleiðingu á náms- og kennslukerfinu kennsluvefur.is (Moodle) Okkur til aðstoðar er Viðar Guðmundsson kennari við Verkmenntaksóla Austurlands. Myndirnar eru teknar á námskeiði sem Viðar hélt fyrir kennara skólans þann 10. október s.

23. október 2008

SÁ LJÓTI Á LAUGUM

Í gær hélt góður hópur nemenda til Lauga á sýninguna ,,Sá ljóti”. Það var farandleikhús Þjóðleikhússins sem stóð fyrir sýningunni, en verkið er einmitt nýjasta verk Þjóðverjans Mariusar von Mayenburg sem hefur vakið mikla athygli í evrópsku leikhúslífi á undanförnum árum.

16. október 2008

Leiksýningin "Sá ljóti"

Farandleikhús Þjóðleikhússins verður með sýningu á "Sá ljóti" fyrir Framhaldsskólann á Laugum og Framhaldsskólann á Húsavík miðvikudaginn 22. október í húsakynnum skólans á Laugum kl. 20.00. Farið verður með rútu frá FSH, mæting við skólann kl.

08. október 2008

Líf og fjör í LIS 103

  Það var mikið um að vera í áfanganum Listir og skapandi starf síðast liðinn þriðjudag. Það sem stóð til var að útbúa náttúruvef og heimaverkefnið var að safna öllu því sem mönnum dytti í hug úr náttúrunni sem síðan átti að nota í vefinn.