Nemendafélag FSH

24.9.2008

Við þökkum fyrir góðan fund

 

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema var haldinn í skólanum í gær 23. september.  Við viljum þakka foreldrum fyrir komuna og þátttökuna en mæting á fundinn var afar góð.  Nýnemar yngri en 18 ára eru um 40 talsins og mættu 33 foreldrar á fundinn. Gott samstarf heimila og skóla treystir þann grunn sem gott skólastarf byggir á, við væntum því mikils af samstarfi við þennan öfluga hóp foreldra í framtíðinni.

Fyrir hönd starfsfólks skólans,
skólameistari

Myndir frá fundinum