2.9.2008

Skemmtiferð

 

Síðast liðinn föstudag fór fríður hópur nemenda í skemmtiferð í boði skólans, Ungmennahúss og NEF. Í ferðina fóru hátt í 60 nemendur.

Fyrsti áfangastaður var Torfunes. Þar tók Diddi hennar Brynhildar okkar á móti okkur og lánaði okkur reiðhöllina þar sem við snæddum grillaðar pylsur. Við fengum útsýnisferð um svæðið sem er stórglæsilegt.

Því næst var haldið á Akureyri í keilu þar sem menn fóru mismikið á kostum með kúlurnar en allir skemmtu sér konunglega.

Þegar menn voru orðnir heitir og klárir í meira var mannskapurinn drifinn í Skautahöllina þar sem fagmenn í Krullu tóku á móti hópnum, fræddu um sportið og kenndu handtökin. Þar skemmtu menn sér einnig konunglega og höfðu Krullu-fagmennirnir á orði að þarna væru fyrirmyndar ungmennni á ferðinni og upprennandi keppnisfólk í Krullu.

Hægt er að sjá myndir úr ferðinni á heimasíðu Krullufélaganna á Akureyri.

 

http://www.sasport.is/krulla